Hvað er að??

Nei nú get ég ekki orða bundist, hvað er eiginlega í gangi?!?!

Er búin að vera að lesa blogg hingað og þangað, mjööög margir að tjá sig um atburði gærdagsins, skotárásina sko. Hvað í andsk...(afsakið frönskuna) á fólk með að vera að blammera hægri vinstri um hvað hefur verið í gangi...hvernig getur fólk leyft sér að dæma svona hluti án þess að vita nokkuð um hvað á undan var gengið. Sumir sögðu: isss þetta eru dóphausar úr gömlu sovét....aðrir sögðu: barátta um hver ræður reykjavík...hvernig fær fólk þetta eiginlega út?!?! Erum við íslendingar bara smáborgaralegar kjaftatíkur?? 

Þegar ég ásamt fleira fólki í minni fjölskyldu heyrðum þessa sorglega frétt í gær, þá að sjálfsögðu ræddum við hvað væri eiginlega að gerast á litla Íslandi.  Þá kemur einn úr fjölskyldunni með þá hugdettu að annað hvort tengist þetta fíkniefnum eða konu...hvort tveggja stórhættuleg efni. En sem betur fer skrifaði hann það ekki á bloggið, og enginn heyrði okkar vangaveltur, sem voru þó á hærra plani ( að mínu mati) heldur en það sem fólk hefur leyft sér að halda fram hér og þar í netheimum.

Nei nú held ég að það sé tími til kominn að gæta tungu sinnar, hugsa aður en maður dæmir. Það er afar einföld og góð regla. 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Já maður verður að elska dómstól götunnar.

Er það ekki samt alveg ótrúlegt hversu rólegri umræðan var um þetta mál miðað við Lúkasar málið. Hversu margar kertafleytingar voru haldnar um þennan mann sem dó?

En fordómar fólks koma líka svo skemmtilega fram þegar þau tjá sig. Sérstaklega í garð útlendinga.  

Ómar Örn Hauksson, 30.7.2007 kl. 11:04

2 Smámynd: Rósa Birgisdóttir

Jú jú þetta mál fékk ögn rólegri umfjöllun. Sem er náttúrlulega enn ein sönnunin um hvað fólk er stórskrýtið heilt yfir. Ég man satt að segja ekki eftir því að svo mikið sem umræða um kertafleytingar hafi farið fram....  það sem fer svo mikið á taugarnar á mér er að fólk er að dæma mann og annan.

Rósa Birgisdóttir, 30.7.2007 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband