30.7.2007 | 10:40
Hvað er að??
Nei nú get ég ekki orða bundist, hvað er eiginlega í gangi?!?!
Er búin að vera að lesa blogg hingað og þangað, mjööög margir að tjá sig um atburði gærdagsins, skotárásina sko. Hvað í andsk...(afsakið frönskuna) á fólk með að vera að blammera hægri vinstri um hvað hefur verið í gangi...hvernig getur fólk leyft sér að dæma svona hluti án þess að vita nokkuð um hvað á undan var gengið. Sumir sögðu: isss þetta eru dóphausar úr gömlu sovét....aðrir sögðu: barátta um hver ræður reykjavík...hvernig fær fólk þetta eiginlega út?!?! Erum við íslendingar bara smáborgaralegar kjaftatíkur??
Þegar ég ásamt fleira fólki í minni fjölskyldu heyrðum þessa sorglega frétt í gær, þá að sjálfsögðu ræddum við hvað væri eiginlega að gerast á litla Íslandi. Þá kemur einn úr fjölskyldunni með þá hugdettu að annað hvort tengist þetta fíkniefnum eða konu...hvort tveggja stórhættuleg efni. En sem betur fer skrifaði hann það ekki á bloggið, og enginn heyrði okkar vangaveltur, sem voru þó á hærra plani ( að mínu mati) heldur en það sem fólk hefur leyft sér að halda fram hér og þar í netheimum.
Nei nú held ég að það sé tími til kominn að gæta tungu sinnar, hugsa aður en maður dæmir. Það er afar einföld og góð regla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2007 | 13:31
Ný á svæðinu.
Komið þið sæl hérna.
Jæja þá er komið að því að gera eitthvað af viti, og fara að taka þátt í þessu bloggi sem allir tala um. Ég er fyrst til að viðurkenna að ég er afar aftarlega á merinni þegar kemur að þessu öllu. Ég kem ekki til með að vera dugleg að skrifa hérna, bara svo það sé á hreinu frá upphafi En ég ætla hinsvegar að vera ofurdugleg að lesa bloggið og taka inn alla þá visku sem mér sýnist vera hérna á sveimi
Segi það ekki, það á eflaust eftir að koma eitthvað frá mér, en ekki skamma mig fyrir að vera ekki dugleg að skrifa....plíííís
Bið að heilsa ( ekki með Inga T samt)
Eigið góðann dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)